Athygli ráðstefnur

Við byggjum á sérþekkingu og áralangri reynslu og okkar markmið er að hver ráðstefna, fundur eða viðburður standist þær væntingar sem samstarfsaðilar okkar hafa. Skipulagning er í höndum fagmanna og við leggjum okkur fram af krafti og áhuga!

Við erum í samvinnu við Athygli almannatengsl, þar sem starfa fjölmargir sérfræðingar í almannatengslum, útgáfu og umbroti.

Við höldum utan um alla þræði í hinum verklega undirbúningi sem að lokum smella saman í einn velheppnaðan atburð. Með því að nýta okkar þjónustu ná fyrirtæki, félög og stofnanir fram miklum tímasparnaði og hagræðingu.

Okkar hlutverk

Að uppfylla kröfur viðskiptavinarins er okkar hlutverk. Við vinnum af kappsemi sem ein heild með öllu því ólíka fólki sem tekur þátt í hverju verkefni.

Vel heppnuð ráðstefna, fundur, viðburður eða sýning er öflugt markaðstæki. Þátttaka og sýnileiki á slíkum viðburði skapar fyrirtækjum og félagasamtökum færi á margvíslegum skoðanaskiptum. Öll samskipti og miðlun upplýsinga stuðla að aukinni þekkingu og færni og skapa forskot í samkeppni.

Við leggjum áherslu á að vera skapandi og vakandi fyrir nýjungum og vinna af ástríðu að öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem við sjáum um.

Birgjar

Við stöndum ekki ein og eitt af því sem gerir starfið okkar skemmtilegt og heildina sterkari er samstarf við alla þá ólíku birgja sem við vinnum með. Við önnumst allar bókanir, stórar og smáar og skipulagningu vegna fundarsala, gistingar, aksturs, tækni, veitinga, blóma og gjafa.

Fagaðilar

Það eru forréttindi að fá tækifæri til að starfa með fólki úr ólíku starfsumhverfi. Við gerum okkar besta til að koma til móts við óskir og þarfir hverrar undirbúningsnefndar og göngum út frá því að allt samstarf sé faglegt og kraftmikið.

Fjármálastjórnun

Fjárhagslegur ávinningur er ein af þeim forsendum sem unnið er út frá þegar ráðstefna eða viðburður er skipulagður.

Það er allra hagur að hvert verkefni skili hagnaði og við vinnum markvisst að jákvæðri niðurstöðu með reglulegu eftirliti með fjárhagsáætlun, fjárhag og fjárstreymi verkefna, alveg frá upphafi til enda.

Öflug almannatengsl

Samstarf við Athygli almannatengsl gerir okkur kleift að bjóða upp á öfluga kynningarþjónustu og markaðssetningu hvers verkefnis.

Öflun upplýsinga og fagleg framsetning á kynningarefni sem viðkemur verkefninu er í höndum fagfólks, hvort sem um er að ræða vefsíðu- og bæklingagerð eða almenn fjölmiðlasamskipti.

Þátttakendur

Að heimsækja Ísland er mikil upplifun.  Okkar áskorun felst í að vera til taks og svara öllum þeim spurningum sem kunna að vakna þegar ferðin er undirbúin. Það er okkar trú, að þegar gestir okkar mæta jákvæðu og öruggu viðmóti, þá skipti ekki máli þótt rigni allan tímann eða að jörð sé hvít í júlí!

Ferðaþjónusta

Algengt er að funda- og ráðstefnugestir vilji fá tækifæri til að kynnast landi og þjóð, ýmist innan höfuðborgarinnar eða með styttri eða lengri ferðum um landið. Þetta á bæði við um þátttakendur og þeirra gesti. Við bjóðum upp á styttri ferðir í tengslum við verkefni og aðstoðum við bókanir á almennri ferðaþjónustu.

Efnisflokkun og útgáfa

Mikilvægt er að halda vel utan um dagskrá hverrar ráðstefnu og allt efni henni tengt. Við sjáum um móttöku, úrvinnslu og að endingu útgáfu útdrátta, svokallaða „abstraktbók“ sem annað hvort er birt á netinu eða prentuð.

Tölvukerfið sem við vinnum með er sérhannað og eitt hið fullkomnasta í ráðstefnuheiminum. Öll vinna fer fram á netinu sem tryggir að undirbúningsnefndin getur haft góða yfirsýn yfir verkefnið í gegnum allt vinnsluferlið.