ISL  EN

Ævintýraeyjan Ísland

Ævintýraeyjan Ísland

Erlendir ráðstefnugestir sem sækja ævintýraeyjuna Ísland heim eru flestir sammála um að það sé mikil upplifun, jafnvel þótt ekki sé eldgos í gangi. Á Íslandi er enda margt að sjá og skoða, bæði í höfuðborginni og næsta nágrenni hennar, sem og úti á landsbyggðinni. Norðurljósin heilla margan ferðamanninn yfir vetrartímann og á sumrin hinar björtu nætur og miðnætursólin.

Hvort sem gesti okkar langar að heimsækja Bláa lónið, skunda á Þingvöll og treysta sin heit, sjá Gullfoss og Geysi, þeysa um á vélsleða á Langjökli eða íslenskum gæðingum út í óbyggðum, eða þá slaka á í Reykjavík - í sundi, á huggulegum matsölustað eða á spennandi tónleikum - þá erum við til taks, tilbúin að svara öllum spurningum og hjálpa til við skipulagninguna.

Það á engum að leiðast sem sækir Ísland heim á okkar vegum!

 

Athygli ráðstefnur
Ármúla 11
108 Reykjavík
  

568 2800
Kt. 520199-2929

sa
saf ferdaskipuleggjandi
meetinIceland

footerbackground 4

Copyright 2016. Athygli ráðstefnur