Liðsheildin

Okkar styrkleiki liggur í öflugri liðsheild hæfileikafólks á hverju sviði. Saman vinnum við að því markmiði að vanda til verka og vinna vel, bæði af elju og áhuga og höfum gaman af. Við erum kröftugur hópur einstaklinga með jákvæðnina að leiðarljósi og ætlum að gera hvert verkefni eftirminnilegt!

Þórunn Dögg

Þórunn Dögg Johnsen Harðardóttir

verkefnastjóri / eigandi
GSM 899 5878
thorunn@athygliradstefnur.is

Þórunn Dögg er einn eiganda Athygli ráðstefna og hefur starfað við ráðstefnuhald frá því í ársbyrjun 1999. Hún starfaði hjá Ferðaskrifstofu Íslands sem verkefnastjóri í ráðstefnudeild til ársins 2005. Sama ár lá leið hennar til Congress Reykjavíkur þar sem hún starfaði til ársins 2009. Hún lauk B.Ed gráðu við Kennaraháskóla Íslands árið 1992 og þremur árum síðar diploma námi í Hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands. Lauk diploma í ferðamálafræðum við Ferðaskóla Flugleiða 1997 og nam Mannauðsstjórnun við Endurmenntun – Háskóla Íslands samhliða störfum á árunum 2002 – 2004.  Hún lauk meistarnámi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum í Háskóla Íslands árið 2011.  Árið 2021 bætti hún við sig jógakennararéttindum hjá Sólum og Vikasa Academy Tælandi.

Þorbjörg Þráinsdóttir

verkefnastjóri / eigandi
GSM 862 4752
tobba@athygliradstefnur.is

Þorbjörg Þráinsdóttir er einn eigenda Athygli ráðstefna. Hún hefur starfað við skipulagningu ráðstefna frá árinu 1995. Fyrst sem verkefnastjóri í ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu Íslands sem síðar sameinaðist Iceland Travel og starfaði þá þar til ársins 2000. Hún  starfaði síðan sem verkefnastjóri hjá Congress Reykjavík frá árinu 2004 til ársins 2013.

Hún lauk BS prófi  í landfræði frá HÍ árið 1986 og 3ja ára námi í Ferðamálafræði frá Høgskolen i Lillehammer i Noregi árið 1992.

Þorbjörg Þráinsdóttir
Þorbjörg Þráinsdóttir

Þorbjörg Þráinsdóttir

verkefnastjóri / eigandi
GSM 862 4752
tobba@athygliradstefnur.is

Þorbjörg Þráinsdóttir er einn eigenda Athygli ráðstefna. Hún hefur starfað við skipulagningu ráðstefna frá árinu 1995. Fyrst sem verkefnastjóri í ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu Íslands sem síðar sameinaðist Iceland Travel og starfaði þá þar til ársins 2000. Hún  starfaði síðan sem verkefnastjóri hjá Congress Reykjavík frá árinu 2004 til ársins 2013.

Hún lauk BS prófi  í landfræði frá HÍ árið 1986 og 3ja ára námi í Ferðamálafræði frá Høgskolen i Lillehammer i Noregi árið 1992.